þriðjudagur, 4. ágúst 2020

Hús með tilfinningalegt gildi

Í fyrstu leigðu eigendurnir húsið en enduðu svo á því að kaupa það. Draumurinn var að eignast eigið húsnæði en eftir að hafa skoðað ófá hús urðu þau alltaf hrifnari og hrifnari af leiguhúsinu. Þess má geta að húsbóndinn bjó í húsinu ásamt móður sinni og bróður á yngri árum. Móðirin var orðin þreytt á tilkostnaðinum vegna viðhaldsins sem fylgdi húsinu og ætlaði að selja húsið. Kaupin gengu eftir og fjölskyldan er alsæl í húsinu. Ekki er verra að húsbóndinn er smiður!  Stíllinn er bæði rómantískur og hlýlegur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli