sunnudagur, 8. október 2017

Mögnuð ástarsaga

Fallegar myndir af sænskri síðu sem heitir Var Dag i Mitt Liv. Sjarmerandi stíll og skemmtilegt blogg. Þess má geta að ástarsaga bloggarans er alveg mögnuð. Í stuttu máli sagt sá hún manninn sinn á skemmtistað fyrir margt löngu og það var ást við fyrstu sýn. Hún náði hins vegar aldrei að tala við hann og vissi engin deili á honum. Þegar heim var komið var hún sífellt að hugsa um þennan tiltekna mann. Til að gera langa sögu stutta auglýsti hún eftir honum í bæjarblaðinu og hann hafði samband við hana. Nú eru liðin 30 ár og hjónin eru þremur börnum ríkari. Dásamleg saga - ekki satt!
















































Hér má sjá auglýsinguna í bæjarblaðinu 1987 ...



Engin ummæli:

Skrifa ummæli