fimmtudagur, 3. ágúst 2017

Bakgarðurinn, Akureyri

Bakgarðurinn í Eyjafirðinum (við hliðina á Jólahúsinu) er falin perla að mínu mati. Dásamleg búð með fallegum og vönduðum vörum. Ég reyni að fara þangað á hverju sumri og hlakka alltaf jafn mikið til að heimsækja hann. Karamellupoppið er í uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni. Ég smakkaði einnig dýrindis hjónabandssælu frá þeim í sumar. Ég mæli hiklaust með því að kíkja þangað ...





Boxið er úr Bakgarðinum - ég kolféll fyrir því í fyrra! Það sést betur hér fyrir neðan. Ég elska persónulega hluti eins og þetta box sem maður sér ekki alls staðar ...



Þá hefur Bakgarðurinn verið að selja hausa eins og þessa -
ég væri alveg til í að eiga einn ...








(Myndir: Pinterest)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli