Ég var að blaða í gömlum húsbúnaðarblöðum og rakst á þetta skemmtilega innlit í Hús & Híbýli frá árinu 2001 (1. tbl.). Þetta er eitt af elstu steinhúsunum í Þingholtunum og er svolítið ævintýralegt að sjá - svo kósý og hlýlegt. Húsið er á tveimur hæðum og ekki nema 92 fermetrar. Það er gaman frá því að segja að húsráðandinn hefur aldrei átt annað en gömul húsgögn og er alinn upp innan um gömul húsgögn. Þar af leiðandi gat hann ekki hugsað sér neitt annað þegar hann fór sjálfur að búa. Dásamlegur stíll og sjarmerandi að mínu mati ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli