mánudagur, 31. júlí 2017

Tóbakshorn

Þá er júlímánuður á enda og veðurblíðan hefur leikið við okkur undanfarna daga sem er frábært. Hortensían mín, flauelsblómin og nellikkurnar voru alveg búin og ég keypti mér bleikt tóbakshorn í dag. Sumir segja að tóbakshorn haldi geitungum frá sér og því er hún sérlega heppileg á þessum árstíma. Nú er bara að bíða og sjá hvort það reynist rétt!!! Hér koma myndir af tóbakshorninu mínu og öðrum fallegum sumarblómum ...














Uppgert gamalt hús

Innlit í notalegan sumarbústað. Hér má sjá uppgert gamalt hús - útkoman er vægast sagt glæsileg. Flottar breytingar - veggfóðrið setur mikinn svip á heildarmyndina og gömlu mublurnar njóta sín vel ...
















































(sjá Klikk.no)


Glæsilegt sumarhús í Kristiansand

Hér kemur enn eitt sumarbústaða-innlitið! Ég hef rekist á svo falleg innlit að undanförnu að það er ekki annað hægt en að skella þeim inn ;) Alltaf gaman að skoða skemmtileg innlit. Þessi bústaður er í Kristiansand í Noregi. Yndislegt innlit og notalegur stíll - rómantískur og gamaldags í senn. Einmitt eins og ég vil hafa það ...



































(sjá Klikk.no)

Kósý afdrep í sveitinni

Bústaðurinn stendur við Flekkefjord í Noregi. Það er ekki ónýtt að eiga afdrep eins og þetta í sveitinni. Svo kósý og sjarmerandi að mínu mati ...






























(sjá Klikk.no)

Guðdómleg baðherbergi

Myndir af Pinterest - þær tala sínu máli ;)