Þá er komin mynd á nýju forstofuna okkar. Útidyrahurðin var áður brún á litin og ég málaði hana hvíta að innan. Ég er mjög ánægð með breytinguna og finnst rýmið hafa stækkað. Við áttum spegilinn en hann er stór og mikill. Snagann keypti ég í Ilvu um daginn og hreifst af honum um leið og ég sá hann. Ég hengdi dót á hann til að skreyta hann - og það setur punktinn yfir i-ið að mínu mati. Hjörtun voru gjöf frá mömmu - lykillinn og engladagatalið koma úr Púkó og smart sem hefur því miður hætt rekstri. Ég fékk manninn minn til að setja upp hilluna fyrir ofan ofninn. Hún kemur ágætlega út. Ég rakst á skálina í þeim Góða um daginn - mér finnst hún algjört æði ;) Hún er rómantísk og gamaldags - og fín undir bíllyklana ...
Hugmyndin að perlufestinni kemur frá Soffíu sem heldur út síðunni Skreytum hús :)
Skálin úr Góða hirðinum. Ég vil alls ekki pússa hana - mér finnst hún sjarmerandi
eins og hún er.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli