í Melbourne í Ástralíu. Ég fann þetta flotta innlit á netinu og varð að setja það inn. Íbúðin er mjög sjarmerandi að mínu mati. Stíllinn er gamaldags og rómantískur ...
(Myndir: sjá House to Home)
föstudagur, 31. júlí 2015
fimmtudagur, 30. júlí 2015
Draumur rætist ...
Draumar geta svo sannarlega ræst hjá fólki sem heldur nógu fast í þá eins og hjá þessari fjölskyldu. Draumurinn var að eiga heima í gömlu húsi út á landi í kyrrðinni og rólegheitunum. Borðstofan er mjög sjarmerandi og þá sérstaklega bekkurinn. Eldhúsið er hvítt og látlaust og poppað upp með lituðum stólum. Mér finnst baðkarsfæturnir algjört æði;) Gamaldags og hlýlegur stíll ...
(Innlit: sjá boligpluss.no og klikk.no)
(Innlit: sjá boligpluss.no og klikk.no)
miðvikudagur, 29. júlí 2015
Veggplattar ...
geta verið flott veggskraut eins og þessar myndir sýna. Það er um að gera að dusta rykið af gömlum diskum sem leynast inn í skáp og láta hugmyndaflugið ráða för. Þar með erum við búin að finna þeim nýtt hlutverk. Þá fást fallegir diskar í versluninni Borð fyrir tvo á Laugavegi, t.d. úr Pip Studio eða Bunzlau línunni. Einnig er um að gera að fara á nytjamarkaði - þar leynast oft gersemar ...
(Myndir af netinu)
(Myndir af netinu)
þriðjudagur, 28. júlí 2015
Fallegt sveitasetur ...
Blóm í könnu ...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)