Við fengum þetta fallega tré í Blómaval og settum það upp 19. desember, daginn sem ég fór í jólafrí:)
Englakramarhúsið saumaði móðir mín og gaf mér fyrir nokkrum árum. Hún gaf mér fjögur og mér þykir óendanlega vænt um þau.
Ég keypti mér fimm svona fugla í Söstrene Grene fyrir þessi jól. Þeir minna mig á fuglana sem koma frá mömmu og pabba.
Kramarhús frá mömmu - fuglinn er dásamlegur og svo fallegur á litinn.
Bjallan og fuglinn koma frá foreldrum mínum.
Bláa bjallan og bleika skrautið koma einnig frá mömmu og pabba ásamt bláa jólasveininum
hér fyrir neðan.
Ég keypti nokkrar glærar jólakúlur þegar ég byrjaði að búa og þetta er ein af þeim. Mér finnst þær einstaklega fallegar.
Fuglarnir og bláa kannan frá mömmu og pabba ...
Lillaða kúlan með silfraða skrautinu var keypt í Söstrene Grene í fyrra.
Stóra hvíta glimmer dúfan kemur úr Megastore og var keypt fyrir þessi jól! (fjórar saman)
Þetta er hvorutveggja jólagjafir frá dóttur minni úr Hlíðaskóla. Ég held mikið upp á þau (engilinn og hreindýrið) og geymi þau í stofuskápnum mínum allan ársins hring (í glerskáp). Þau eru svo krúttleg og vel gerð :)
Þessar tvær koma úr Jólahúsinu á Akureyri og voru hengdar á svefnherbergishurðir fjölskyldumeðlima. Þær eru eins báðum megin. Ég held mikið upp á þær enda eru þær gamaldags og flottar!
Ég keypti þetta hreindýr í Blómaval fyrir þessi jól. Ég varð svo skotin í því og er enn að hugsa um standandi dýr af sömu gerð. Því miður kláruðust þau fyrir jólin og því var ég heppin að hafa náð í þetta!
Þetta fallega hjarta fékk ég í jólagjöf fyrir mörgum árum. Ég held mikið upp á það :)
Það kemur mjög vel út á antíkskápnum mínum.
Hér sést tréð betur sem ég föndraði með samstarfskonum mínum fyrir þessi jól.
Ég er mjög ánægð með það :)
Þessi tré eru eldgömul og koma frá foreldrum mínum. Þau eru í uppáhaldi - krúttleg og flott!
Þessar fígúrur fengum við hjónin í jólagjöf þegar við bjuggum á Eiríksgötunni!
Jólagjöf frá dótturinni - frá því við bjuggum í Hlíðunum! Mér þykir óskaplega vænt um þessar krúttlegu styttur :)
Dóttir mín keypti þessa jólalukt fyrir nokkrum árum :) Hún lýsir svo fallega upp
í myrkrinu.
Skógjöf til dótturinnar - styttan er komin til ára sinna!
Maðurinn minn gaf mér þessa englastyttu fyrir mörgum árum. Mér þykir mjög vænt um hana :)
Við erum búin að eiga þennan hest öll okkar búskaparár og því er hann mjög kær.
Ein jólakortamyndin af dóttur okkar var einmitt tekin við þennan hest og er mjög krúttleg!
Þá var hún tveggja ára gömul.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli