þriðjudagur, 1. nóvember 2016

Velkominn nóvember!

Þá er nóvember runninn upp. Við erum heppin að eiga ljós og yl til að mæta skammdeginu. Ég er svo ánægð með að nóvember sé kominn og fyrsti í aðventu er ekki langt undan (27. nóv.). Nú getum við leyft okkur að fjalla meira um jólaskraut, jólaföndur og allt sem tengist þessum árstíma. Ekki örvænta - það líður ekki á löngu  þar til snjórinn fer að láta sjá sig og þá lýsir hann allt í kring. Það er um að gera að kveikja á kertaljósum þangað til og hafa það kósý heima. Mér finnst þessi árstími alltaf svo yndislegur. Aðalatriðið er að njóta augnabliksins og slappa af eftir annasaman dag ...










































(Myndir: Pinterest)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli