Gærdagurinn var dásamlegur. Jólalögin tóku að óma á Fm 96,7 og jólakranskinn fór upp! Þá var afmæli í fjölskyldunni og við fórum á Hard Rock í tilefni dagsins. Það er orðið svo jólalegt um að litast í miðbænum og ferðamenn út um allt. Það er af sem áður var - það var varla hræða á ferð þegar ég var að alast upp. Það var eins og enginn færi niður í bæ á virkum kvöldum. Nú er bara heilmikið líf og gaman að rölta um göturnar og kíkja í búðarglugga. Það er ekki annað hægt en að setja inn jólamyndir í tilefni dagsins - enda eru jóla-mandarínurnar komnar í hús!!!
Myndirnar koma frá Söstrene Grene, þ.e. hér má sjá jólalínuna í ár. Margt fallegt að sjá.
Mér finnst dollurnar hérna fyrir neðan dásamlegar ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli