Ég hrífst af Shabby Chic stíl sem er svona rómantískur stíll þar sem gömlu og nýju er blandað saman. Það er hægt að sækja innblástur á netinu en þar er að finna ógrynni af flottum myndum. Ég fann meðal annars þessar flottu myndir á brainzapart.blogspot.com. Annars var ég að grunna útidyrahurðina í gær og ætla að mála hana í dag. Ég mun fljótlega setja inn myndir af breytingunum - er að bíða eftir að eiginmaðurinn tengi borðtölvuna mína í vinnurýminu okkar á efri hæðinni. Við erum ekki enn búin að ná nettengingu uppi og erum ennþá sjónvarpslaus ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli