miðvikudagur, 17. júní 2015

Blómin springa út ...


og þau svelgja í sig sól, sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól. Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag, því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
    Það er kominn 17. júní. :,:

Það er sannkallað sumarveður úti eða þannig! Ég tók eftirfarandi myndir á pallinum mínum núna rétt áðan - vonandi eigum við eftir að fá nokkra sólardaga í sumar. Við ákváðum að vera heima í dag og sleppa því að fara í bæinn. Húsbóndinn er að þrífa grillið út á palli og fyrsta grillmáltíðin á leiðinni - eldbakaðar pizzur. Mmm ... ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina ;) 





Svona lítur nýja heimilið út að utan ...

Ég setti blóm í kerið sem er fyrir utan raðhúsalengjuna okkar. Fyrir var einir í kerinu og því setja blómin mikinn svip. Það er verst að norðanáttin lætur oft á sér kræla ...







Engin ummæli:

Skrifa ummæli