þriðjudagur, 30. júní 2015

Shabby Chic stíll ...

Ég hrífst af Shabby Chic stíl sem er svona rómantískur stíll þar sem gömlu og nýju er blandað saman. Það er hægt að sækja innblástur á netinu en þar er að finna ógrynni af flottum myndum. Ég fann meðal annars þessar flottu myndir á brainzapart.blogspot.com. Annars var ég að grunna útidyrahurðina í gær og ætla að mála hana í dag. Ég mun fljótlega setja inn myndir af breytingunum  - er að bíða eftir að eiginmaðurinn tengi borðtölvuna mína í vinnurýminu okkar á efri hæðinni. Við erum ekki enn búin að ná nettengingu uppi og erum ennþá sjónvarpslaus ;)















































































































































































föstudagur, 26. júní 2015

House Doctor ...

Ég fór í bæjarferð með dóttur minni í vikunni og við kíktum inn í House Doctor á Laugavegi. Þar var mikið úrval af fallegum hlutum. Við keyptum tvo æðislega púða í herbergi dóttur minnar. Ég setti inn mynd af þeim hér og nokkrar myndir frá House Doctor ...

Við keyptum púða eins og þennan gula og röndótta. Þeir eru algjört æði ;)



Geggjaðir kollarnir .





















House Doctor er með mikið úrval af smávörum eins og vösum, kertastjökum, skálum og fl. Ég er enn að hugsa um litla röndótta vasann í grindinni hér fyrir ofan ;) Það er aldrei að vita nema ég kaupi mér hann!

(Myndir af netinu)

fimmtudagur, 25. júní 2015

Dásamlegur lampi ...

Í dag setti ég inn myndir af íbúð í Gautaborg. Ég er sérstaklega hrifin af gráa litnum og lömpunum í stofunni og svefnherberginu. Mig langar svo í svona lampa eins og komið hefur fram áður! Hann er hreint út sagt GORGEOUS - svo rómantískur og gamaldags.
































(Myndir: 55kvadrat.se)

miðvikudagur, 24. júní 2015

Framhald ...

Hér kemur framhald af póstinum frá því í gær. Margar flottar myndir eins og sjá má hér fyrir neðan. Stíllinn er æðislegur - gamalt í bland við nýtt ...


























(sjá: chateaudekonstanse.blogspot.no)