Ég var að fá nýtt Hús og híbýliblað. Ég féll alveg fyrir forsíðunni - mér finnst hún mjög sjarmerandi. Hér má sjá dökkan en hlýlegan stíl - Retro-stíll í bland við nýja hönnun ...
Teppin sem hanga á handriðinu eru geggjuð - annað er með leðurkögri og hitt með fjöðrum ;) Lampi eins og þessi í horninu fæst í Ilvu - hann er mjög flottur að mínu mati.
Hér koma fleiri myndir úr blaðinu ...
(þær eru ekki eins góðar og forsíðan enda tók ég þær á iPadinn!)
Gamli skápurinn er æði!
Grái liturinn kemur mjög vel út ...
XXX
Hér kemur önnur forsíða sem er í svipuðum stíl. Ég setti auk þess inn nokkrar flottar myndir sem hafa birst í Hús og híbýli ...
Skápurinn hér að ofan er mjög líkur skápnum mínum. Hér er hann hafður í eldhúsi - hver segir að hann þurfi að standa í stofunni! Skemmtilegt að gefa mublum nýtt hlutverk ;)
Veggfóður eru að koma sterkt inn um þessar mundir ...
Borðstofustólarnir koma mjög vel út ...
Listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur - ég væri sko til í að eiga það :)
Heimili Rutar Káradóttur arkitekts - ég elska litina sem hún notar ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli