laugardagur, 30. apríl 2016

Ótrúlegustu hlutir leynast inn í skáp!

Maðurinn minn er búinn að gefa mér afskorin blóm í Iittala vasann minn tvær helgar í röð. Þegar hann bað mig um að gera innkaupalista nefndi hann við mig að skrifa túlípana á listann. Ég sagði honum að það væri vissulega gaman að hafa afskorin blóm alla daga en það væri ekki raunhæft. Þegar Iittala-vasinn er tómur verður hann eitthvað svo „tómlegur"! Ég ákvað að gramsa í skápunum mínum og sjá hvort ég fyndi ekki eitthvað í vasann. Ég fann sittlítið af hverju, þ.e. alls konar gerviblóm sem ég hef sankað að mér í gegnum árin og ákvað að blanda þeim saman og sjá hvort ég gæti sætt mig við þau í vasanum. Og viti menn ... hérna kemur afraksturinn. Þau lífga upp á borðstofuna og eru litrík og flott að mínu mati. Það er svo gaman að breyta til eftir árstíðum. Ég prófaði einnig að setja gamlan kertastjaka sem ég átti hjá græjunum okkar og Hortensíunum mínum. Hann er  hár og flottur og kemur bara mjög vel út ;) Ég er virkilega ánægð með útkomuna ...












Engin ummæli:

Skrifa ummæli