sunnudagur, 7. janúar 2024

Jólaföndur og handverk

Heimilið hér fyrir neðan er fullt af skreytingum sem ýmist eru heimagerðar eða keyptar á flóamörkuðum. Fjölskyldan skreytir húsið fyrsta sunnudag í aðventu. Aðalatriðið er að það lykti af jólasmákökum, negulnöglum og appelsínum. Hver einasti dagur í desember ætti að bjóða upp á auka kósýstund saman.
Húsmóðirin horfir alltaf á aðventudagatalið í sjónvarpinu þrátt fyrir að börnin séu uppkomin. Þá er fjölskyldan alltaf með gjafa-dagatal þar sem hver gjöf snýst um samverustundir
(þ.e. miðar sem lýsa gjöf dagsins), t.d. spila borðspil, göngutúr, bæjarferð, bíókvöld, bakstur eða vaska upp saman. Ekki eru allar gjafir jafn eftirsóttar, en það er hluti af spennunni í þessu öllu. Fimmtán ára sonurinn elskar enn dagatalið svo mikið að hann sýnir vinum sínum það. Þannig dreifir fjölskyldan jólatöfrunum, birtunni og notaleikanum yfir jólamánuðinn í stað þess að allt nái hámarki á aðfangadag.


















Engin ummæli:

Skrifa ummæli