Jólahátíðin á þessu heimili hefst í byrjun nóvember. Vandaður undirbúningur skiptir miklu máli fyrir fjölskyldumeðlimi. Dökkir hlýir tónar, bókastaflar og flóamarkaðshlutir skapa jólastemninguna. Dásamlega fallegt að mínu mati ...
þriðjudagur, 27. desember 2022
Pappírsstjörnur, piparkökuhús og pastellitir
Þetta innlit er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Svo heillandi stíll -
blanda af gömlum húsgögnum og fallegu veggfóðri.
Hér er margt fallegt að sjá ...
Jólakyrrð
Húsmóðirin á þessu heimili er ekkert að stressa sig yfir jólunum. Aðalatriðið er að njóta en ekki þjóta. Hún kaupir gjafir á flóamörkuðum eða gefur heimatilbúnar gjafir. Samkvæmt henni er heimurinn að drukkna í dóti og það er ekki hægt að kaupa hamingju barna. Æðsta óskin er að allir myndu muna að jólin lifa í hjartanu ...
Rómantískt jólainnlit
Gömul húsgögn og dásamlegar jólaskreytingar setja svip sinn á þetta heimili. Svo margt fallegt að sjá ...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)