laugardagur, 9. maí 2020

Heima hjá Vanessu

Ég fann þetta frábæra innlit á síðu sem heitir Vintage Whites Blog. Vanessa nokkur heldur úti blogginu og hér má sjá heimilið hennar. Svo stílhreint og hlýlegur stíll. Vanessa og maðurinn hennar keyptu gamalt hús sem þau tóku í nefið. Það má sjá fyrir og eftir myndir á blogginu hennar ...


































Meistari í að gefa gömlum hlutum nýtt líf!

Hér má sjá fallegt innlit frá Svíþjóð. Eigandinn kaupir sjaldan nýja hluti inn á heimilið og er snillingur í því að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Stíllinn er persónulegur og afslappaður. Veggfóðrið setur svip á heildarmyndina og litir á veggjum eru einstaklega vel heppnaðir ...



















































(sjá Expressen)

Leyndardómsfullt og rómantískt

Innlitið að þessu sinni kemur frá Ástralíu. Það er eitthvað við þennan stíl sem heillar mig. Málverk, gamlar ljósakrónur, antíkhúsgögn og litaðir glergluggar setja punktinn yfir i-ið. Ótrúlega sjarmerandi innlit ...