sunnudagur, 23. júní 2019

Eðalrósir - Útskrift


Eðalrósir eru dásamlegar - þær hafa stóran stilk, stóran og fallegan rósaknúp. Dóttir mín útskrifaðist sem stúdent í lok maí og maðurinn minn kom heim með þennan dásamlega rósavönd. Ég held að ég hafi aldrei áður séð annan eins blómvönd. Þær voru hreint út sagt fullkomnar eins og myndirnar hér fyrir neðan sýna. Það var ekki amalegt að hafa þær á veisluborðinu og þær vöktu mikla athygli. Við héldum veislu heima. Við pöntuðum snittur frá Tabas barnum og tertu frá Myllunni. Einfalt og gott! Við vorum himinsæl og veislan heppnaðist vel :) Við áttum frábæran dag og munum eiga góðar minningar frá þessum degi.










































Engin ummæli:

Skrifa ummæli