föstudagur, 5. janúar 2018

Jólin heima

Ég tók myndirnar hér fyrir neðan heima um jólin. Það er ótrúlegt hvað tréð stendur - við settum það upp 20. desember og það er ennþá mjög flott. Ég tími varla að taka það niður um helgina. Þetta er búið að vera ljúfur tími og notalegur. Vonandi verður nýja árið gott og farsælt ...







Ég ákvað að hengja jólaóróana mína á vínviðargrein í ár.


Gæsin er jólagjöf frá dóttur minni. Mér finnst hún algjört æði :)


Dagatalið var keypt í Stokkhólmi í nóvember á síðasta ári. Ég kolféll fyrir því!




Svo rómantískt og fallegt að mínu mati ...

Myndir í eldhúsinu mínu. Ég fann stokkandarmyndina á netinu.
Ég er svo ánægð með hana.



Englarnir voru keyptir í Stokkhólmi!


Kortið hér fyrir ofan er gamalt afmæliskort til dóttur minnar. 
Ég hef alltaf haldið upp á það.


Ég féll fyrir þessum kertastjaka út í Stokkhólmi en myndin er eftir Gustav Klimt.


Hreindýrið var keypt í Edinborg vorið 2017. Mér finnst svo gaman að safna öðruvísi hlutum eins og þessum.

Jólasveinarnir hér koma úr Jólahúsinu í Eyjafirði. Þeir eru eins beggja vegna.


Ég fékk að taka myndir af herbergi heimasætunnar ...






Gluggaskreytingin í svefnherberginu okkar. Önnur frostrósin gaf sig og ég fann þessar seríur heima og henti þeim upp. Þær koma bara vel út að mínu mati. Ég held að ég lofi þeim að hanga út janúar. Það veitir ekki af því að lýsa upp skammdegið.




Hér koma myndir úr forstofunni ...



Jólamyndina keypti ég í Stokkhólmi í nóvember. Ég gat ekki annað en keypt hana ...






Engin ummæli:

Skrifa ummæli