Ég ákvað að hengja jólaóróana mína á vínviðargrein í ár. |
Gæsin er jólagjöf frá dóttur minni. Mér finnst hún algjört æði :) |
Dagatalið var keypt í Stokkhólmi í nóvember á síðasta ári. Ég kolféll fyrir því! |
Svo rómantískt og fallegt að mínu mati ... |
Myndir í eldhúsinu mínu. Ég fann stokkandarmyndina á netinu.
Ég er svo ánægð með hana. |
Englarnir voru keyptir í Stokkhólmi! |
Kortið hér fyrir ofan er gamalt afmæliskort til dóttur minnar.
Ég hef alltaf haldið upp á það. |
Ég féll fyrir þessum kertastjaka út í Stokkhólmi en myndin er eftir Gustav Klimt.
|
Hreindýrið var keypt í Edinborg vorið 2017. Mér finnst svo gaman að safna öðruvísi hlutum eins og þessum. |
Jólasveinarnir hér koma úr Jólahúsinu í Eyjafirði. Þeir eru eins beggja vegna.
|
Ég fékk að taka myndir af herbergi heimasætunnar ... |
Hér koma myndir úr forstofunni ... |
Jólamyndina keypti ég í Stokkhólmi í nóvember. Ég gat ekki annað en keypt hana ... |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli