sunnudagur, 26. febrúar 2017

Ófærð úti og kósýheit heima

Úti er allt á kafi í snjó. Snjódýptin á höfuðborgarsvæðinu mældis 51 cm kl. 9 í morgun, sem er febrúarmet. Fyrra metið var 48 cm frá árinu 1952. Fólk er hvatt til að halda sig heima þar sem víða er ófært. Ég man ekki eftir svona miklum snjó hérna á suðvesturhorninu en kannski er minnið farið að förla! Það er um að gera að hafa það notalegt heima á svona dögum og vafra um á netinu - það er verst að við fjölskyldan höfðum okkur ekki út í bakarí í tilefni bolludagsins á morgun. 
Það er alltaf gaman að detta niður á skemmtilegar síður. Hér kemur heillandi breskt innlit frá síðu sem heitir BellaMumma ...









Engin ummæli:

Skrifa ummæli