💖💖💖💖💖💖💖💖💖💖💖💖💖
Ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt. Nú er nýtt ár gengið í garð og flutningar að baki. Það tók heldur betur á að flytja og vera í fullri vinnu samtímis. Fengum nýju íbúðina afhenta 11. desember og afhentum okkar eign 15. desember. Geri aðrir betur! Ég fór í jólafrí 21. desember og því fóru dagarnir fyrir jólin í að taka upp úr kössum og pakka inn jólagjöfum. Það var lítið jólaskreytt þessi jólin en jólatréð fór upp 22. des. og það er til ein mynd af því sem ég setti hér inn. Síðustu dagar hafa farið í að grisja og ein besta leiðin til þess er að fara í gegnum dótið og losa sig við það sem er óþarfi. Það sem maður á mikið af dóti sem maður hefur enga þörf fyrir. Ákveðin hreinsun, nýtt upphaf og nýir tímar eru því framundan hjá mér. Ég hlakka til nýs bloggárs og það verður gaman að setja inn myndir af nýja slotinu. Ég læt nokkrar myndir fylgja sem tilheyra þessum fallega árstíma ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli