sunnudagur, 11. febrúar 2024

Bolludagskaffi

Það var svo gaman að baka bollur í morgun. Ég fór eftir uppskrift sem ég sá inni á Ljúfmeti og lekkerheit. Ég hef aldrei bakað vatnsdeigsbollur áður og var búin að leggjast í smá heimildarvinnu. Ástæðan fyrir því að þessi uppskrift varð fyrir valinu er sú að hún var sögð aldrei klikka! Og viti menn - það eru orð að sönnu. Bollurnar heppnuðust líka svona ljómandi vel og vöktu mikla lukku hér heima. Ég á pottþétt eftir að baka þær aftur! Glassúrinn var líka geggjaður. Hér má sjá gúmmilaðið ... 








Engin ummæli:

Skrifa ummæli