Loksins get ég notið þess að setjast niður og setja eitthvað inn á síðuna mína. Ég hef hreinlega ekki haft orku til þess að blogga að undanförnu. Svo byrjaði ég í páskafríi í dag eins og svo margir, tveimur dögum fyrr vegna fjórðu bylgu kórónuveiru-faraldursins. Það væri óskandi að við næðum að vinna bug á veirunni svo að við getum farið að lifa eðlulegu lífi. Páskarnir verða því rólegir í ár eins og í fyrra. Ég ætla að njóta þess að vera heima í fríinu og hafa það kósý. Ég tók þessar myndir hér heima. Maðurinn minn færði mér þessa fallegu túlípana um helgina - ég man ekki eftir að hafa fengið þessa tegund áður. Þeir eru svo fallega fjólubláir.
Algjör dásemd ...
fimmtudagur, 25. mars 2021
Páskafrí framundan
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli