þriðjudagur, 21. janúar 2020

Jólin heima

Við vorum lítið heima um þessi jól. Við skelltum okkur norður á Þorláksmessu og komum heim fyrir áramót. Við áttum yndislega daga saman og skelltum okkur meðal annars á skíði. Það var mikill snjór fyrir norðan og færðin ekki góð en við skemmtum okkur vel. Við skreyttum jólatréð óvenju snemma og vorum búin að öllu fyrir 20. desember. Veðrið setti strik í reikninginn og það var ófært norður síðustu helgina fyrir jól. Við fórum í Jólahúsið og Bakgarðinn á Þorláksmessu og það var mjög jólalegt um að litast í Eyjafirðinum ...


Ég keypti þessar jóladúkkur í Kaupmannahöfn núna fyrir jólin.



Forstofan í jólabúning!





Svona leit eldhúsglugginn minn út að utan!

Ég fékk gæsalampann í jólagjöf frá dóttur minni - hann er æði!











Bókastoð úr Bakgarðinum (Akureyri)






Ég keypti frostrósirnar og jólakúluna hér fyrir neðan í Kaupmannahöfn
núna fyrir jólin!






Engin ummæli:

Skrifa ummæli