Það er ekki ólíklegt að ég hafi sett þessar myndir inn áður en það gerir ekkert til. Þetta er eitt af mínum uppáhalds innlitum frá Bolig Pluss. Húsið er gamalt og er frá árinu 1880. Það er í Halden í Noregi og húsbóndinn keypti húsið án þess að konan hans hefði skoðað það. Það tók langan tíma að taka húsið í gegn en hér að neðan má sjá útkomuna. Hjónin gerðu allt sjálf fyrir utan þakið. Virkilega sjarmerandi innlit að mínu mati. Hér er margt fallegt að sjá ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli