Heimaskrifstofan. Ég er mjög ánægð með frostrósirnar sem dóttir mín föndraði í gluggann. Þær koma vel út. Matti reyniviðarkransinn er eftir SveinBjörgu ... |
Hér sést aðstaðan betur. Maðurinn minn keypti bláa hnöttinn nýlega. Mér finnst hann algjört æði ;) |
Gömul jólasveinakerti sem ég held mikið upp á (bara til punts!). |
Fjölskylduveggur - með myndum af fólki sem er okkur kært. Mamma átti stóru myndina til hægri. Mér hefur alltaf þótt hún svo rómantísk og falleg ... |
Þessi hangir á skrifstofuhurðinni en hann kemur úr Jólahúsinu á Akureyri og var keyptur fyrir nokkrum árum. Hann er eins beggja vegna sem er kostur. |
Við máluðum stigann í haust og ég er í skýjunum með hann. Einföld skreyting - kerti í krukku. Kemur mjög vel út - sérstaklega í skammdeginu |
Heimaskrifstofan og herbergi dótturinnar liggja saman ... |
Ég laumaðist inn og fékk að taka myndir af herbergi dótturinnar - svo kósý og fallegt að mínu mati ... |
Við keyptum jólasveinana í Blómaval fyrir jólin. Svo krúttlegir og skemmtilegir (líka hægt að hengja upp á borða) ... |
Þessa bjó ég til - fann mynd á netinu og festi inn í gamlan stálbakka. Ég er mjög skotin í henni. Hef einnig búið til aðra minni sem hangir í stofunni (kisumynd) ... |
Svefnherbergið okkar. Eplakransinn kemur úr Bauhaus og var keyptur núna fyrir jólin. Næst ætla ég að hengja í hann rauðan borða í stað girnis. |
Gömul mynd sem ég keypti hjá ABC fyrir jólin. Ég kolféll fyrir henni! Ég hengdi hana inn í svefnherbergi ... |
Önnur mynd í uppáhaldi - þessi hangir fyrir ofan rúmið okkar. Hér fyrir neðan sjást svefnherbergisgluggarnir okkar. |