laugardagur, 1. janúar 2022

Gleðilegt nýtt ár!


Þá er árið 2022 gengið í garð. Áramótaheitið mitt er að blogga meira á nýju ári. Ég elska að vafra um á netinu og skoða falleg innlit. Ég fer alltaf inn í nýtt ár með ákveðnar væntingar og vonir um að árið verði betra en árið á undan. Mikið væri gott að vera laus við Kórónuveiruna. Gaman væri að geta farið að ferðast á ný og að daglegt líf færðist í eðlilegar horfur. Vonandi ganga þær óskir eftir.