Þá er ég loksins farin að blogga á ný. Flutningarnir eru afstaðnir og við erum smám saman að koma okkur fyrir. Flutningar taka á og það eru orð að sönnu. Það eru ekki nema þrjú ár síðan við fluttum síðast. Við slógum met - fluttum á 20 tímum. Geri aðrir betur! Það er ekki auðvelt að losa 165 fermetra íbúð + geymslu. Ég ætla rétt að vona að við þurfum ekki að endurtaka leikinn næstu árin. Ég hlakka til að setja inn myndir af nýja slotinu okkar. Mér fannst viðeigandi að setja inn mynd af sætum kettlingi þar sem við erum flutt í "kattahverfið mikla" eins og lítil nágrannakona mín hvíslaði að mér!
Fersk færsla á morgun ;)